Tól og verkfæri
Google Family Link
Verð: Ókeypis
Þetta smáforrit kemur í tveimur útgáfum, ein fyrir foreldra og annað fyrir börn.
Aðeins er hægt að nota Google Family link til að fylgjast með símum og spjaldtölvum sem nota Android stýrikerfi.
Nánari upplýsingar
- Foreldri getur samþykkt smáforrit áður en það er uppsett.
- Tímaskömmtun, þannig að hægt að er ákveða fyrirfram símatíma á hverjum degi.
- Útlistun á hversu miklum tíma er eytt í hvert smáforrit.
- Háttatími, þannig að sími getur ekki verið notaður í ákveðið tímabil.
- Staðsetning með GPS þannig að hægt er að fylgjast með hvar síminn er.
- Hægt að læsa síma eða spjaldtölvu með einum smelli úr foreldrasíma.
Leiðbeiningar (á ensku)
Foreldraútgáfa


Barnaútgáfa

Screentime
Verð: Takmörkuð ókeypis útgáfa en hægt er að borga $6.99 á mánuði fyrir fulla útgáfu
Athugið að þetta forrit hefur ekki alla útlistaða fítusa í IOS útgáfunni.
Nánari upplýsingar
Ókeypis útgáfa
- Útlistun á hversu miklum tíma er eytt í hvert smáforrit.
- Daglegar skýrslur sendar með tölvupósti á foreldra.
- Vöktun á vefsíðum, samfélagsmiðlanotkun og Youtube
Áskrift
- Allt sem er í ókeypis útgáfu
- Tímaskömmtun þannig að hægt er að ákveða fyrirfram símatíma á hverjum degi.
- Hægt að setja ákveðin smáforrit á bannlista.
- Verðlaunakerfi. Barn getur unnið sér inn símatíma með því að klára ákveðin verkefni t.d taka til í herbergi og senda síðan mynd af árangrinum í gegnum smáforritið.
- Hægt að læsa síma eða spjaldtölvu með einum smelli úr foreldrasíma.
- Háttatími, þannig að sími getur ekki verið notaður í ákveðið tímabil.
- Staðsetning með GPS þannig að hægt er að fylgjast með hvar síminn er. (kostar aukalega)
- Smelltu hér til að sjá meira
Leiðbeiningar (á ensku)


Qustodio
Verð:
- 5 tæki - $54,90 árgjald
- 10 tæki - $96,95 árgjald
- 15 tæki - $137,95 árgjald
Qustodio sker sig úr vegna þess að það er hægt að fylgjast með notkun í Android, IOS(iPhone/iPad) og einnig á heimilistölvum sem keyra annað hvort Windows eða MacOS stýrikerfi.
Nánari upplýsingar
- Útlistun á hversu miklum tíma er eytt í hvert smáforrit.
- Klámsía sem er uppfærð reglulega.
- Tímaskömmtun þannig að hægt er að ákveða fyrirfram símatíma á hverjum degi.
- Hægt að setja ákveðin smáforrit á bannlista.
- Hægt að setja tímaskömmtun á ákveðin smáforrit.
- Fylgjast með smáskilaboðum sem eru send, hverjir hringja og í hvern er hringt. Eins hægt að setja ákveðin símanúmer á bannlista.
- Staðsetning með GPS þannig að hægt er að fylgjast með hvar síminn er.
- Neyðarhnappur í síma barnsins sem hefur þá samband við síma foreldra.
- Hægt að fylgjast með notkun á samfélagsmiðlum.
- Smelltu hér til að sjá meira
Leiðbeiningar (á ensku)


Familytime
Verð: Nokkrar mismunandi áskriftarleiðir eru í boði og fer það þá eftir því hversu mörgum tækjum er verið að fylgjast með. Sem dæmi er mánaðargjald fyrir þrjú tæki á $1.25.
Til að setja upp þetta eftirlitskerfi þarf að fara á heimasíðu FamilyTime og fara þar í gegnum innskráningar- og greiðsluferli.
Nánari upplýsingar
- Útlistun á hversu miklum tíma er eytt í hvert smáforrit.
- Klámsía sem er uppfærð reglulega.
- Tímaskömmtun þannig að hægt er að ákveða fyrirfram símatíma á hverjum degi.
- Hægt að setja ákveðin smáforrit á bannlista.
- Hægt að setja tímaskömmtun á ákveðin smáforrit.
- Staðsetning með GPS þannig að hægt er að fylgjast með hvar síminn er. Einnig er hægt að sjá hvar síminn hefur verið.
- Neyðarhnappur í síma barnsins sem hefur þá samband við síma foreldra.
- Hægt að fylgjast með notkun á samfélagsmiðlum.
- Áminning birtist á símtæki foreldra ef það þarf að sækja barnið.
- Innbyggt fjölskyldudagatal.
- Hægt að stilla inn ákveðin landsvæði þannig að foreldri fær skilaboð ef barn kemur inn á svæðið eða fer af því.
- Hægt er að sjá á korti hvar tæki eru staðsett.
- Hægt að setja ákveðna einstaklinga eða símanúmer á eftirlitslista þannig að ef einhver samskipti eru þar á milli fær foreldri skilaboð.
- Smelltu hér til að sjá meira
Leiðbeiningar (á ensku)
Qustodio
Verð:
- Premium - $6,99 mánaðargjald
- Premium+ - $9,99 mánaðargjald
Ourpact kom fyrst út fyrir IOS tæki og eru því enn sem komið er fleiri möguleikar fyrir þau tæki en Android.
Nánari upplýsingar
- Útlistun á hversu miklum tíma er eytt í hvert smáforrit.
- Tímaskömmtun þannig að hægt er að ákveða fyrirfram símatíma á hverjum degi.
- Hægt að setja ákveðin smáforrit á bannlista.
- Klámsía
- Hægt að loka fyrir skilaboð
- Staðsetning með GPS þannig að hægt er að fylgjast með hvar síminn er.
- Smelltu hér til að sjá meira
Leiðbeiningar (á ensku)
Foreldraútgáfa


Barnaútgáfa

